Hafaldan
HI Hostel

Sjarmerandi gististaður í hjarta Seyðisfjarðar 

Herbergin

Koja í svefnsal
án baðherbergis

1-6 manns

3 kojur

Sameiginlegt baðherbergi

Vaskur í herbergi

Lítið tvíbreitt rúm
án baðherbergis

1-2 manna

Tvíbreitt rúm

Sameiginlegt baðherbergi

Double w. shared bathroom

Tvíbreitt rúm
án baðherbergis

2 manna

Tvíbreitt rúm

Sameiginlegt baðherbergi

Vaskur í herbergi

Tvíbreitt/2 einbreið
án baðherbergis

2 manna

Tvíbreitt/2 einbreið rúm

Sameiginlegt baðherbergi

Vaskur í herbergi

Tvíbreitt/2 einbreið
með sér baðherbergi

2 manna

Tvíbreitt/2 einbreið rúm

Sér baðherbergi

3 manna/fjölskylduherbergi
án baðherbergis

2-3 manna

2-3 einbreið/king size + 1 einbreitt

Sameiginlegt baðherbergi

Vaskur í herbergi

Fjórfalt/tvíbreið rúm
án baðherbergis

2-4 manna

2 tvíbreið/4 einbreið rúm

Sameiginlegt baðherbergi

Vaskur í herbergi

Fjórfalt
án baðherbergis

2-4 manna

2-4 einbreið rúm

Sameiginlegt baðherbergi

Vaskur í herbergi

Fjórfalt
með sér baðherbergi

4 manna

2 tvíbreið/4 einbreið rúm

Sér baðherbergi

Stúdíó íbúð
með sér baðherbergi

3-4 manna

Queen size + 1-2 einbreið

Sér baðherbergi og eldhús

Z

Aðgengi að aðstöðu hostels

Gott að vita

Opnun

Hostelið er opið frá 1. apríl til 1. nóvember ár hvert. Húsið hýsir LUNGA listaskóla yfir veturinn.

Innritun / útritun

Hægt er að tékka sig inn sjáf/ur frá klukkan 13:00 og tékka sig út seinast klukkan 10:00. Það má nota sameiginleg rými aðeins lengur.

Móttaka

Opið frá kl.  8:00 – 10:00 á morgnana og kl. 18:00 – 21:00 á kvöldin.

Z

Rúmföt og handklæði

Rúmföt og handklæði eru innifalin í herbergjaverðinu.

Frítt Wifi

Ókeypis WIFI er í boði allsstaðar í húsinu.

Þvottaaðstaða

Þvottavél: 800 ISK
Þurrkari: 700 ISK
Þurrkugrind: Free

Fullbúið eldhús

Fullbúið eldhús með því helsta til matargerðar í boði fyrir alla gesti. Nýuppáhellt kaffi og úrval af tei í boði á kostnaðarverði.

Léttur morgunmatur

Í boði frá kl. 8:15 á hverjum morgni og eru bókaður í móttökunni eða við bókun.

Ristað súrdeigsbrauð, smjör, ostur, sulta, safi og nýuppáhellt kaffi eða te.

Barinn

Lítill bar með sérvöldum bjór og víni á viðráðanlegu verði og smá úrval af handgerðum minjagripum í boði á meðan móttakan er opin.

Um Hafölduna hostel

Hafaldan Hostel er staðsett í Gamla Spítalanum. Hann var fluttur tilsniðinn frá Noregi og reistur í Seyðisfjarðarkaupstað árið 1898. Hann þótti á sínum tíma, eitt glæsilegasta hús á Austurlandi og er enn stök bæjarprýði. Tekið var til þess hversu vel hann færi í grænu túni í hjarta bæjarins.

Öll aðstaða er til fyrirmyndar, hátt til lofts og vítt til veggja, herbergin rúmgóð og smekklega innréttuð og sameiginleg rými einkar glæsileg.

Herbergin í Gamla Spítalanum eru hvert með sínu sniði og mis stór, frá eins manns upp í sex manna. Sum með baði önnur án en öll með vaski og rennandi heitu og köldu vatni. Þessi fjölbreytni kemur sér vel fyrir bæði hjón ein á ferð, fjölskyldur, vinahópa og einfara á eigin róli.

Ef þig langar að njóta söguslóða í glæsilegu en heimilislegu umhverfi, þá er Hafaldan hostel staðurinn.

Sýndarferð um Hafölduna

Step inside and see if Hafaldan feels right for you on your journey!

We promise you additionally a big smile, help, and a warm welcome during the reception hours.

Huggulegt spa með eimbaði

Í kjallaranum geymum við okkar helsta leyndarmál, okkar litla yndislega SPA. Þar er að finna eimbað, borð og stóla til þess að sitja og slaka á milli adrenna. Spegill og borð með hárþurrku er á staðnum svo þú getur undirbúið þig fyrir kvöldið eða fyrir nætursvefninn.

Þetta er fullkominn staður til þess að slaka á eftir langan dag í skoðunarferðum og er opin alla daga milli 7:00 og 00:00 með sjálfvirku kerfi og leiðbeiningum fyrir gesti.

Þetta er að sjálfsögðu frítt og innifalið í herbergjaverði.

Umsagnir

Mjög góður staður til að vera á í fallegu umhverfi

Mjög fínt herbergi, fallegt sameiginlegt rými, frítt eimbað og sögulegur bakgrunnur hússins gerir dvölina að frábærri upplifun. Baðherbergin og sturturnar eru mjög fín og hrein og þarna er einnig að finna stórt og gott sameiginlegt eldhús og borðstofu.
Það er einnig stór plús fyrir pólska ferðamenn – starfsfólkið er pólskt.

Toppurinn á ferðinni!

Við elskuðum staðsetninguna. Ég algjörlega elska þetta hostel og dáist að einfaldleika þess. Vel útbúið eldhús, hugsað út í hvert smáatriði. Horft yfir vatnið á meðan setið er að snæðingi. Einföld rúm en mjög þægileg og hrein! Ég elska hvað það er auðvelt að sjálf-innrita sig. Nöfnin okkar voru á listanum ásamt herbergjanúmeri. Ég vildi óska að við hefðum getað verið lengur. Takk fyrir að búa til yndislegar minningar. Mæli með!

Vildi að við hefðum verið lengur

Eftir að hafa fylgt eftir Walter Mitty veginum, enduðum við á sætasta og huggulegasta hostelinu. Frábært eldhús, vel skipulagt, 3 helluborð, hentugt fyrir marga kokka…
Eimbaðið er frábært eftir akstur dagsins. Það voru mörg ljósmyndatækifæri í miðbænum… Var hrifinn af bláberjunum sem uxu í nágrenninu.

9 Rated by Guests

Hafaldan Hi Hostel - Old Hospital Building

Traveller rating: 8.6Excellent

Hafa samband

Netfang

seydisfjordur@hostel.is

Símanúmer

(+354) 611 4410

Heimilisfang

Suðurgata 8, 710 Seyðisfjörður, Iceland

Hafaldan hostel logo

Kennitala: 6105080810
VSK: 98120

Hafa samband

Hafaldan Hostel
Suðurgata 8,
210 Seyðisfjörður
Iceland

seydisfjordur@hostel.is
+354 611 4410

Fylgdu okkur